
Gary Neville segir að deilunum um það hver sé besti leikmaðurinn í sögunni endi ekki ef Argentína vinnur úrslitaleikinn á HM um helgina.
Margir hafa nefnt það að Messi staðfesti það endanlega að hann sé sá besti ef Argentina verður heimsmeistari.
„Fólk sem styður Messi segir að úrslitaleikurinn muni enda deilurnar og Messi mun vera sá besti. Mig grunar að fólk hafi komist að þeirri niðurstöðu fyrir leikinn ef þú segir það. Mér finnst að úrslitaleikurinn eigi ekki að skilgreina ferilinn hans," sagði Neville.
Neville segist taka Ronaldo fram yfir Messi í þessum deilum.
Athugasemdir