
Fjallað hefur verið um það á hinum ýmsu miðlum að Lionel Messi hafi ekki æft með argentínska liðinu í gær. Framundan er úrslitaleikur HM þar sem Argentína mætir Frakklandi.
Það ætti samt ekki að koma neinum á óvart að Messi æfði ekki með hópnum í gær þar sem allir í byrjunarliðinu í leiknum gegn Króatíu á þriðjudag fengu auka frí frá æfingavellinum og voru þess í stað í líkamsræktarsalnum.
Það ætti samt ekki að koma neinum á óvart að Messi æfði ekki með hópnum í gær þar sem allir í byrjunarliðinu í leiknum gegn Króatíu á þriðjudag fengu auka frí frá æfingavellinum og voru þess í stað í líkamsræktarsalnum.
Fjölmiðlamenn höfðu aðgang að æfingunni í fimmtán mínútur og sáu þar leikmenn eins og Angel Di Maria og Paulo Dybala, leikmenn sem byrjuðu ekki gegn Króatíu í undanúrslitunum.
Eini leikmaðurinn, sem var hvorki í byrjunarliðinu gegn Króatíu né á æfingunni, var Papu Gomez sem glímir við meiðsli á ökkla. Þá sást miðvörðurinn Nicolas Otamendi horfa á æfinguna af varamannabekknum.
Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag og hefst hann klukkan 15:00.
Athugasemdir