Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   mán 17. janúar 2022 23:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aðgerð kemur líklega í veg fyrir að Samúel Kári fari til Austurríkis
Á landsliðsæfingu haustið 2020.
Á landsliðsæfingu haustið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Viking í Noregi, hefur verið undir smásjá austurríska félagsins Rheindorf Altach og voru félögin svo gott sem búin að semja um kaupverð á íslenska miðjumanninum. Altach ætlaði að kaupa Samúel af Viking en kaupin virðast ekki vera að ganga í gegn.

Altach er í leit að miðjumanni og ætlaði að fá Samúel til liðsins en hann fór í bontlangatöku í síðustu viku.

Altach er í botnsæti austurrísku deildarinnar og ætlaði liðið að fá Samúel til að hjálpa til við að halda liðinu í efstu deild. Það tekur nokkrar vikur að jafna sig eftir aðgerðina og er ólíklegt að Altach geti beðið þann tíma. Það er þó ekki alveg útilokað.

TV2 í Noregi fjallar um málið en Eirik Björnö, yfirmaður hjá Viking, vildi ekki tjá sig um málið við fjölmiðilinn. Umboðsmaður Samúels, Ólafur Garðarsson, ræddi stuttlega við Fótbolta.net.

„Það er ólíklegt að af þessu verði en þó ekki alveg dautt," sagði Ólafur sem staðfesti að Samúel hefði farið í aðgerð síðasta fimmtudag.

Samúel er 25 ára gamall og er uppalinn í Keflavík. Hann hefur spilað erlendis frá árinu 2013. Hann var á sínum tíma hjá Reading og hefur einnig verið hjá Vålerenga og Paderborn. Samningur hans við Viking gildir til lok komandi tímabils.

Fyrr í dag var greint frá því að Samúel væri að fá íslenskan liðsfélaga hjá Viking því félagið hefur keypt markvörðinn Patrik Sigurð Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner