Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. janúar 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ég bíð eftir því að Elías fái stórt 'move'"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson markvörður Midtjylland og íslenska landsliðsins hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu fyrir frammistöðu sína.

Sæbjörn Steinke var með Sigurð Gísla Bond leikmann Aftureldingar og Arnór Gauta Ragnarson í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn í dag.

Þeir komu aðeins inná Patrik Sigurð Gunnarsson í lokin á þættinum en hann var seldur í dag frá Brentford til Viking í Noregi. Arnór nefndi það að Patrik gæti farið sömu leið og Elías.

„Frábært 'move fyrir hann, sérð það eins og með Elías, djöfull er hann góður. Hann er besti leikmaður sem ég hef æft með. Þú gast ekki skorað hjá honum."

Þeir voru saman í yngri flokkum Breiðabliks árin 2014 og 2015.

„Ég er að bíða eftir því að Elías fái stórt move, það er ekki að ástæðulausu að hann sé að halda Lössl út úr liðinu. Hann hefur allt, ógeðslega stór og ógeðslega fljótur."

Patrik og Elías fóru saman upp yngri flokkana hjá Breiðablik.

Þátturinn er í boði White Fox (fyrir 18 ára og eldri) og Domino's..
Enski boltinn - Vantar nýjan þjálfara og drulla mönnum burt
Athugasemdir
banner