Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. janúar 2022 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo ætlar að spila í 4-5 ár í viðbót
Ronaldo var heiðraður í kvöld.
Ronaldo var heiðraður í kvöld.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður sögunnar var heiðraður á verðlaunahátíð FIFA í kvöld.

Þessi 37 ára gamli Portúgali varð markahæsti landsliðsmaður frá upphafi er hann skoraði tvö mörk gegn Írlandi í september. Hann er með 115 mörk í 184 leikjum fyrir portúgalska landsliðið.

Þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall er hann ekkert á þeim buxunum að fara leggja skóna á hilluna.

„Ég hef enn ástríðu fyrir leiknum, að skora mörk og skemmta mér. Ég hef spilað fótbolta síðan ég var 5-6 ára gamall. Ég nýt þess ennþá að stíga út á völl og meira segja að fara á æfingar."

„Ég verð bráðum 37 ára, mér líður vel og er mótiveraður og ég vil halda áfram. Fólk spyr mig hvað ég ætla að spila lengi og ég segi að ég vonist til að spila í svona 4-5 ár í viðbót."

Ronaldo gekk aftur til liðs við Man Utd í sumar frá Juventus en hann lék með enska félaginu frá 2003-2009 er hann kom frá Sporting Lissabon. Hann hefur einnig leikið með Real Madrid.
Athugasemdir
banner