Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. janúar 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sænska markadrottningin í Arsenal (Staðfest) - Spilaði með Diljá
Stina Blackstenius.
Stina Blackstenius.
Mynd: BK Häcken
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal hefur sótt sér mikinn liðstyrk. Félagið hefur nefnilega samið við sænska framherjann Stina Blackstenius.

Hún kemur til Arsenal frá Häcken þar sem hún var liðsfélagi Diljá Ýr Zomers.

Blackstenius er gríðarlega öflugur markaskorari og var hún hluti af sænska landsliðinu sem náði í silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún var markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og skoraði 17 mörk í 21 leik.

Manchester United vildi einnig fá hina 25 ára gömlu Blackstenius, en hún valdi að fara til Arsenal þar sem hún mun spila undir stjórn landa síns, Jonas Eidevall.

Þetta ýtir þó undir þær sögusagnir að hollenska markamaskínan Vivianne Miedema sé á förum frá Arsenal á næstunni. Hún hefur verið meðal annars verið orðuð við ríkjandi Evrópumeistara Barcelona.

Hvað þýðir þetta fyrir Diljá?
Diljá Ýr gekk í raðir Häcken fyrir síðustu leiktíð og var mjög öflug fyrir liðið. Hún skoraði fimm mörk í 14 deildarleikjum. Það er spurning hvort þessi félagskipti verði til þess að hún fái stærra hlutverk á næsta tímabili. Það er allavega möguleiki þar sem Diljá spilar framarlega á vellinum, líkt og Blackstenius.
Athugasemdir
banner
banner