Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 17. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Liverpool reynir aftur gegn Wolves
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru sex leikir á dagskrá í enska bikarnum í kvöld þar sem Liverpool heimsækir Wolves í stórleiknum.


Liðin mætast aftur eftir að hafa gert 2-2 jafntefli á Anfield Road. Ekki er framlengt í enska bikarnum, þess í stað eru leikir endurspilaðir. Úlfarnir unnu sér inn réttinn til að mæta Liverpool á heimavelli í kvöld, þó þeir hafi verið óheppnir að sigra ekki leikinn á Anfield.

Það eru í heildina fimm endurspilaðar viðureignir í kvöld, en leikur Forest Green gegn Birmingham fer fram í fyrsta sinn.

Liverpool er eina úrvalsdeildarfélagið sem kemur við sögu í kvöld en þó má finna nokkur lið úr Championship á borð við Birmingham, Swansea og West Bromwich Albion.

Leikir kvöldsins:
19:45 Forest Green - Birmingham
19:45 Wolves - Liverpool
19:45 Wigan - Luton
19:45 Swansea - Bristol City
19:45 Accrington Stanley - Boreham
20:00 West Brom - Chesterfield


Athugasemdir
banner