þri 17. janúar 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Martin í Njarðvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Gísli mættur aftur í grænt.
Gísli mættur aftur í grænt.
Mynd: Njarðvík
Njarðvík tilkynnti í dag um komu Gísla Martins Sigurðssonar til félagsins. Gísli kemur frá Aftureldingu þar sem hann hefur spilað undanfarin ár.

Samningur Gísla við Aftureldingu rann út eftir síðasta tímabil og var greint frá því í síðustu viku að hann yrði ekki áfram í Mosfellsbænum.

Gísli er hægri bakvörður sem uppalinn er hjá Breiðabliki en hefur einnig spilað fyrir ÍR og einmitt Njarðvík. Hann var hjá Njarðvík tímabilið 2019 áður en hann fór í Aftureldingu.

Hann gerir tveggja ára samning við Njarðvík. „Gísli lék einmitt með Njarðvík á láni frá Breiðablik sumarið 2019 við góðan orðstír," segir í færslu Njarðvíkur. Gísli er sjöundi leikmaðurinn sem Njarðvík fær frá því síðasta tímabili lauk. Njarðvík vann 2. deild síðasta sumar og verður því í Lengjudeildinni í sumar.

Komnir
Alex Bergmann Arnarsson frá Víkingi (var á láni hjá ÍR)
Gísli Martin Sigurðsson frá Aftureldingu
Joao Ananias frá Albaníu
Magnús Magnússon frá Reyni S.
Óskar Atli Magnússon frá FH
Tómas Bjarki Jónsson frá Augnabliki
Walid Birrou frá Þrótti Vogum

Farnir
Einar Orri Einarsson í Reyni
Magnús Þórir Matthíasson hættur
Sölvi Björnsson í Gróttu (var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner