Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 20:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd goðsögnin Denis Law er látinn
Manchester United goðsagnirnar Denis Law, Bobby Charlton og George Best.
Manchester United goðsagnirnar Denis Law, Bobby Charlton og George Best.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson og Denis Law.
Sir Alex Ferguson og Denis Law.
Mynd: Getty Images
Manchester United goðsögnin Denis Law er látinn 84 ára að aldri.

Law hóf feril sinn hjá Huddersfield og lék einnig með Man City og Torino en er þekktastur fyrir tímann sinn hjá Man Utd.

Hann vann tvo deildartitla með Man Utd og var hluti af liðinu sem var fyrsta enska félagið til að vinna Evróputitil. Law vann Ballon d'Or árið 1964 en hann er eini Skotinn sem hefur unnið verðlaunin til þessa.

„Okkur þykir leitt að tilkynna ykkur að faðir okkar Denis Law er því miður látinn. Hann barðist harða baráttu en hvílir loksins í friði," segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu Law.

"Við viljum þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum til velferðar hans og umhyggju, í fortíðinni og sérstaklega að undanförnu. Við vitum hversu mikið fólk studdi hann og elskaði og sú ást var alltaf metin og gerði gæfumuninn. Takk fyrir."


Athugasemdir
banner