Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Tipsbladet 
„Þarf eitthvað svakalega spennandi að koma upp til að ég færi mig um set"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Anderson framlengdi samning sinn við AGF á dögunum en hann er samningsbundinn félaginu til ársins 2028. Hann var í viðtali hjá Tipsbladet eftir að samningar voru í höfn.

„Báðir aðilar höfðu mikinn áhuga á því að framlengja, það tók smá tímaen nú höfum við náð samkomulagi," sagði Mikael.

„Það eru margar ástæður fyrir því að ég vil vera áfram. Ég er í skýjunum með að mæta í vinnuna á hverjum degi. Liðsfélagarnir eru frábærir og ég hef alltaf elskað þetta frábæra félag."

Hann hefur verið mjög eftirsóttur en ítalska félagið Lecce reyndi að kaupa hann og þá vildi Freyr Alexandersson fá hann þegar hann stýrði Kortrijk.

Mikael segir að honum og fjölskyldu hans líði vel í Danmörku en hann á tvö börn og annað þeirra að byrja í skóla.

„Ég er einbeittur á AGF og hef skuldbundið mig að vera hérna til 2028. Auðvitað getur eitthvað klikkað komið upp á og ég gæti skipt um skoðun. En ég er ánægður hérna og það þarf eitthvað svakalega spennandi að koma upp til að ég færi mig um set," sagði Mikael en hann er ánægður með framför félagsins og vonast til að geta barist á toppnum á næstu árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner