Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson hefur framlengt við danska úrvalsdeildarfélagið AGF.
Tipsbladet greinir frá þessu en nýr samningur Mikaels er til sumarsins 2028.
Tipsbladet greinir frá þessu en nýr samningur Mikaels er til sumarsins 2028.
Mikael, sem er 26 ára, hefur leikið lykilhlutverk með AGF síðan félagið keypti hann frá FC Midtjylland árið 2021.
Ítalska A-deildarfélagið Lecce hefur reynt að kaupa hann og þá reyndi Freyr Alexandersson að fá hann til Kortrijk.
„Mikael Anderson mun halda áfram næstu árin að gera lífið erfitt fyrir andstæðinga AGF," segir í frétt Tipsbladet þar sem talað er um Mikael sem eina helstu stjörnu dönsku deildarinnar.
Mikael er kantmaður sem hefur skorað tvö mörk í 31 landsleik fyrir Ísland. Hann hefur búið í Danmörku frá ellefu ára aldri.
Athugasemdir