Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. febrúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gattuso tók Allan úr liðinu því hann labbaði um á æfingu
Allan.
Allan.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso, þjálfari Napoli, er harður í horn að taka. Napoli spilaði gegn Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í gær, en miðjumaðurinn Allan var ekki með Napoli í leiknum.

Brasilíski miðjumaðurinn var ekki meiddur, heldur tók Gattuso hann úr liðinu fyrir slakt vinnuframlag á æfingasvæðinu.

„Arek Milik er að glíma við hnémeiðsli og þarf hvíld, Hirving Lozano er með vöðvameiðsli og Kalidou Koulibaly er ekki 100%. Allan, hann æfði ekki eins og ég vildi," sagði Gattuso.

„Hann labbaði um á meðan æfingunni stóð og í mínum bókum er það ekki allt í lagi."

Allan, sem er 29 ára gamall, hefur verið í lykilhlutverki á miðjunni hjá Napoli undanfarin ár.

Napoli lagði Cagliari, 1-0. Dries Mertens skoraði eina mark leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner