banner
   mán 17. febrúar 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hver er Oscar Leone? - Gefur út nýtt lag og myndband
Oscar Leone er einhverskonar hliðarsjálf Péturs.
Oscar Leone er einhverskonar hliðarsjálf Péturs.
Mynd: Pétur Óskar Sigurðsson
Pétur ásamt Emil Hallfreðssyni og Tómasi Leifssyni.
Pétur ásamt Emil Hallfreðssyni og Tómasi Leifssyni.
Mynd: FH.is
Pétur í leik með ÍBV gegn KR.
Pétur í leik með ÍBV gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Pétur Óskar Sigurðsson var hluti af gífurlega sigursælum árgangi hjá FH, '84 árganginum sem enn er rætt um. Pétur var þar samherji Emils Hallfreðssonar, Davíðs Þórs Viðarssonar, Sverris Garðarssonar, Atla Guðnasonar og Jóns Ragnars Jónssonar, svo einhverjir séu nefndir.

Þessi árgangur vann árið 2003 alla sína leiki og varð Pétur markahæstur með 32 mörk í deild og bikar. Jón Jónsson varð seinna meir herbergisfélagi Péturs þegar þeir voru við nám við Boston háskólann í Bandaríkjunum.

Pétur lék á sínum tíma tvo U21 landsleiki. Hann á leiki með ÍBV í efstu deild og leiki með bæði ÍR og Breiðabliki í næstefstu deild. Þá koma hann við sögu með FH í Meistarakeppni KSÍ árið 2005.

Pétur meiddist illa árið 2005 og spilaði ekki í u.þ.b. fimm ár. Hann reyndi aftur fyrir sér með ÍR árið 2010, lék fjóra leiki en hætti svo aftur. „ Ég reyndi svo eitt sumar hjá ÍR en það var bara of sárt þannig ég þurfti að hætta," sagði Pétur við Fótbolta.net.

En hver er Oscar Leone?
Oscar Leone er einhverskonar hliðarsjálf Péturs: „Oscar Leone hliðarsjálfið fæddist með því lagi - svona nánast óumbeðinn en greinilega eitthvað inn í mér sem þurfti að brjótast út."

„Hann er yfirleitt með hatt og gleraugu og klæddur aðeins fínni en venjulega. Hann þorir að segja skoðanir sínar meira og vill hjálpa fólki (eins og er sértaklega ungum karlmönnum) að tengjast hjartanu (það veitir til dæmis ekki af í þessum fótboltaheimi) og reyna að verða besta útgáfan af sjálfum sér."

„En lögin eru fyrir alla, bara af því ég er karlmaður þá snúast sum lögin kannski meira um þann veg. Nú er hann að dafna og stækka og mig langar mjög mikið að kynna hann betur fyrir fólki."


Um hvað fjalla lögin?
„Lögin eru mestmegnis um uppgjör við gamlar kærustur en einnig um foreldra mína og allskonar. Í endann fjalla lögin samt alltaf um vonina. Að allt verði betra og maður má ekki gefast upp. Ég hef spilað í mörgum seremóníum með frumbyggjum Norður-Ameríku og Shamönum frá Perú, Brasilíu og Mexikó. Þar lærði ég á tónlist og þaðan er uppsprettan af iðkun minni í dag."

Take the Seasons
Oscar gaf út lag á dögunum sem ber heitið Take the Seasons. Um hvað er lagið? „Það fjallar um að taka hlutunum eins og þeir koma - stundum er lífið erfitt, stundum gott, stundum bara eitthvað en það styttir alltaf upp um síðir og við megum aldrei missa vonina."

„Megintextinn er um fyrrverandi kærustu, viðskilnaðinn og hvernig við þróuðumst í sitthvora áttina. Ég meira inn í óreiðuna og hún kannski meira inn í eitthvað regluverk - ég veit ekki hvort er meira ruglað."

„Það má samt ekki taka óreiðunni sem einhverju sem endilega er slæmt. Bob Dylan til dæmis sagði að óreiðan væri vinur hans. Mér líður svipað."


Oscar gaf út myndband við lagið: „Aron Már Stefánsson leikstýrði því og já það heppnaðist mjög vel og langar mig að koma því til sem flestra."

Sumir hafa mögulega séð Pétri bregða fyrir í sjónvarpsþáttum eða kvikmyndum. Hann lék m.a. í þáttarröð tvö af Ófærð, Andið Eðlilega og Grimmd svo einhver verk séu nefnd. Í dag æfir hann fyrir leikrit sem ber heitið Polishing Iceland og verður frumsýnt í mars í Tjarnarbíói.

Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Take the Seasons.


Hlustaðu á Take the Seasons á Spotify.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner