Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 10:23
Magnús Már Einarsson
Man Utd gaf Bournemouth 15 mínútur til að svara
Ed Woodward.
Ed Woodward.
Mynd: Getty Images
Manchester United gaf Bournemouth 15 mínútur til að svara lokatilboði sínu í Joshua King í janúar.

Manchester United var í framherjaleit í janúar og félagið reyndi að fá King frá Bournemouth.

The Athletic segir að Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, hafi rætt við Neill Blake, framkvæmdastjóra Bournemouth og lagt fram lokatilboð upp á 25 milljónir punda í King.

„Þú hefur 15 mínútur til að segja okkur hvort þú samþykkir eða ekki, annars fáum við leikmann til okkar frá Kína," sagði Wooward við Blake.

Bournemouth svaraði ekki innan fimmtán mínútna og á endanum fékk Manchester United framherjann Odion Ighalo á láni frá Shanghai Shenhua.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner