Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. febrúar 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
VAR Van Dijk rændur vítaspyrnu gegn Norwich?
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Dermot Gallagher, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að VAR kerfið hafi klikkað í 1-0 sigri Liverpool á Norwich í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Virgil Van Dijk, varnarmaður Liverpool, vildi fá vítaspyrnu í síðari hálfleik eftir að Lukas Rupp togaði hann niður þegar hornspyrna var á leið inn á teiginn.

„Varnarmaður Norwich er að taka mikla áhættu. Ef að dómarinn sér þetta þá er mikil hætta á að hann fái á sig vítaspyrnu. Hann er ekki að horfa á boltann," sagði Gallagher.

Besta endursýningin á atvikinu sást ekki fyrr en boltinn var kominn aftur í leik.

„Eitt af vandamálunum við VAR er að mikilvægasta endursýningin kom ekki fyrr en löngu eftir atvikið og þá var leikurinn aftur byrjaður. Þarna var vandamál sem var ekki tekið á."
Athugasemdir
banner
banner