Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. febrúar 2021 22:42
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Átti Ronaldo að fá vítaspyrnu?
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus voru að tapa gegn Porto á útivelli en þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem Porto hefur betur gegn Juve í Evrópukeppni.

Porto komst tveimur mörkum yfir en Federico Chiesa skoraði mikilvægt útivallarmark fyrir Juve. Hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrir Juve í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar síðan Blaise Matuidi skoraði í apríl 2018, í 8-liða úrslitunum gegn Real Madrid.

Cristiano Ronaldo og samherjar hans hjá Juve hefðu viljað skora annað mark í leiknum og eru sárir yfir því að hafa ekki fengið vítaspyrnu þegar Ronaldo féll innan vítateigs.

Dómarateymið taldi ekki næga ástæðu til að dæma vítaspyrnu en endursýningin virðist sýna nokkuð augljósa vítaspyrnu.

Dæmi hver fyrir sig.
Athugasemdir
banner
banner