Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   lau 17. febrúar 2024 15:24
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Aron Bjarna og Dagur Örn báðir með tvö mörk í þægilegum sigri Blika
Aron Bjarnason skoraði tvö fyrir Blika
Aron Bjarnason skoraði tvö fyrir Blika
Mynd: Breiðablik
Breiðablik 4 - 0 Grindavík
1-0 Aron Bjarnason ('10 )
2-0 Dagur Örn Fjeldsted ('23 )
3-0 Aron Bjarnason ('48 )
4-0 Dagur Örn Fjeldsted ('55 )

Breiðablik vann fyrsta leik sinn í A-deild Lengjubikarsins þetta árið er það vann Grindavík, 4-0, á Kópavogsvelli í dag.

Aron Bjarnason, sem kom til Blika frá sænska félaginu Sirius á dögunum, skoraði fyrsta markið á 10. mínútu áður en Dagur Örn Fjeldsted tvöfaldaði forystuna þrettán mínútum síðar.

Byrjun síðari hálfleiksins var nákvæmlega eins og í fyrri. Aron skoraði þriðja markið á 48. mínútu og gerði þá Dagur annað mark sitt sjö mínútum síðar.

Góður sigur hjá Blikum sem unnu fyrsta leik sinn í riðlinum, en Blikar eru nú með 3 stig í öðru sæti á meðan Grindavík er í 4. sæti með 3 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner