Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 15:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mainoo verður líklega frá í vikur frekar en mánuði
Mynd: EPA
Manchester United var án margra leikmanna gegn Tottenham í gær. Amad Diallo er frá vegna meiðsla og verður það út tímabilið, Lisandro Martínez er frá vegna krossbandsmeiðsla og þeir Mason Mount, Jonny Evans og Luke Shaw hafa verið frá í lengri tíma.

Í síðustu viku meiddust einnig Kobbie Mainoo, Toby Collyer og Manuel Ugarte. Á fréttamannafundi eftir leikinn í gær sagði Ruben Amorim, stjóri United, að hann héldi að Mainoo yrði frá í einhverjar vikur.

„Sjáum til, ég held vikur," var það sem Portúgalinn sagði. Einhvers staðar hafði komið fram að Mainoo yrði einnig frá út tímabilið en það virðist ekki vera staðan.

Í gær vantaði einnig Christian Eriksen og Leny Yoro en þeir voru frá vegna veikinda. Varamarkmaðurinn Altay Bayindir er einnig meiddur.

Næsti leikur United, sem er í 15. sæti í úrvalsdeildinni, verður gegn Everton á útivelli næsta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner