Diego Cocca hefur verið látinn taka pokann sinn hjá Real Valladolid eftir afar slæman árangur.
Cocca tók við liðinu í desember af Paulo Pezzolano sem vann aðeins tvo leiki af fimmtán en Valladolid er nýliði í deildinni eftir að hafa endað í 2. sæti næst efstu deildar á síðustu leiktíð.
Cocca tók við liðinu í desember af Paulo Pezzolano sem vann aðeins tvo leiki af fimmtán en Valladolid er nýliði í deildinni eftir að hafa endað í 2. sæti næst efstu deildar á síðustu leiktíð.
Cocca stýrði sínum fyrsta leik þann 20. desember og liðið steinlá gegn Girona 3-0. Liðið tapaði síðan óvænt í bikarnum gegn Ourense sem leikur í þriðju efstu deild.
Eini sigurleikur Valladolid undir stjórn Cocca kom gegn Real Betis 11. janúar. Liðið er á botni deildarinnar með 15 stig eftiir 24 umferðir en liðið hefur tapað fimm leikjum í röð.
Athugasemdir