Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 17. mars 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Það væri skrýtið að skamma Alli
Dele Alli hefur skorað sextán mörk á þessu tímabili með Tottenham. Alli fékk rauða spjaldið gegn Gent í Evrópudeildinni á dögunum og af og til hefur skapið truflað hann. Alli var til umræðu í sjónvarpsþætti vikunnar á Fótbolta.net.

„Hann er ótrúlegur leikmaður og einn besti ungi leikmaður í heimi. Mér finnst frábært hvað hann er óttalaus, reynir hluti og skorar mörk. Það kemur honum ekkert úr jafnvægi andlega eða líkamlega. Ég held að það væri skrýtið að aga hann eða skamma hann. Það gæti haft vond áhrif á sjálfstraustið,“ sagði Björn Bragi Arnarsson í þættinum.

„Hann kemur úr erfiðu umhverfi. Pabbi hans stakk af og hann hefur þurft að berjast fyrir öllu með kjafti og klóm. Þetta er ekkert ósvipað og Zlatan, Zidane og Joey Barton. Þetta eru gæar sem koma úr erfiðu umhverfi og hafa þurft að berjast fyrir öllu. Það fylgir þeirra karakter að þeir eru trylltir,“ sagði Jóhann Alfreð Kristinsson.

Alli er einungis tvítugur og Hjálmar Örn Jóhannsson telur að hann gæti farið frá Tottenham á næstu árum. „Ég held að við séum að fara að horfa á eitthvað svakalegt eins og Barcelona eða Real Madrid. Því miður,“ sagði Hjálmar.

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Sjónvarpið: Tottenham vinnur pottþétt stóran titil
Sjónvarpið: Aukastig fyrir burst, tíu mínútna brottvísun og örlagaspjald
Athugasemdir
banner
banner