Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. mars 2020 10:07
Elvar Geir Magnússon
Þrjú bestu og þrjú verstu janúarkaup Man Utd
Nemanja Vidic var rosalegur.
Nemanja Vidic var rosalegur.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez floppaði fyrir allan peninginn.
Alexis Sanchez floppaði fyrir allan peninginn.
Mynd: Getty Images
Það er oft ákveðin áhætta fólgin í því að versla leikmenn í janúarglugganum. Hjá Manchester United heldur fólk ekki vatni yfir portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes.

En hver eru bestu og verstu janúarkaup félagsins? Mirror tók það saman.

ÞRJÚ BESTU JANÚARKAUPIN

Nemanja Vidic - Serbneska blómið kom í janúarglugganum 2006 frá Rauðu stjörnunni á 7 milljónir punda. Fáir bjuggust við því að hann yrði einn besti miðvörður heims. Klettur í vörninni sem fagnaði mörgum titlum á Old Trafford.

Patrice Evra - Kom í sama glugga og Vidic. Evra eignaði sér vinstri bakvarðarstöðuna og 5,5 milljóna punda kaupverðið reyndist kjarakaup. Lék tæplega 400 leiki fyrir United.

Bruno Fernandes - Það er erfitt að finna annan leikmann sem hefur náð að hafa jafn mikil áhrif eins snögglega. Hann gæti orðið ástæðan fyrir því að United mun ná Meistaradeildarsæti.

ÞRJÚ VERSTU JANÚARKAUPIN

Alexis Sanchez - Manchester United galopnaði veskið til að krækja í Sílemanninn. Fimm mörk í 45 leikjum er eitthvað sem United bjóst ekki við frá leikmanni sem átti að skjóta liðinu í titilbaráttuna.

Manucho - Hver? Kom til Manchester United í janúarglugganum 2008. Spilaði aðeins einn leik fyrir United. Stuðningsmenn Hull muna kannski frekar eftir honum en hann skoraði sigurmark gegn Fulham.

Wilfried Zaha - Var réttur maður á röngum tíma. Náði ekki að standast væntingar hjá United og hefur sjálfur talað um að hafa skort þroska þegar hann fór á Old Trafford. Hefur síðan sýnt hjá Crystal Palace hvað hefði mögulega getað gerst hjá United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner