Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. mars 2021 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gummi Ben og hans sögur ekki alltaf réttar"
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður í sögur þess efnis að leikmenn hefðu fengið að velja á milli þess að spila með A-landsliðinu eða U21 landsliðinu í komandi verkefni.

A-landsliðið er að fara að spila fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni HM á meðan U21 landsliðið er að fara að spila í riðlakeppni Evrópumótsins.

Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson kastaði þessu fram í Sportið í dag á Vísi.

„Það hlýtur að vera niðurstaðan að Alfons og Arnór verði með A-landsliðinu. Síðan sjáum við stráka sem hafa verið í hópnum hjá A-landsliðinu undanfarna mánuði sem eru í U-21 árs liðinu."

„Ég heyrði einhvers staðar orðróm um það, og sel það ekki dýrara en ég keypti það, þessir leikmenn sem eru gjaldgengir í þessa keppni (EM U21) hafi fengið val hvort þeir vildu fara með U-21 árs eða A-landsliðinu, því þeir hafi allir verið inni í myndinni," sagði Gummi Ben.

Arnar var spurður út í þetta á blaðamannafundi og var svar hans stutt og laggott. „Finnst þér það líklegt? Gummi Ben og hans sögur eru ekki alltaf réttar," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner