Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 17. mars 2021 19:45
Aksentije Milisic
Mourinho um Oliver dómara: Óheppinn með ákvarðanir í leikjum hjá mér
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham Hotspur, skaut aftur á Michael Oliver dómara í dag en hann var ekki sáttur með frammistöðu hans er Tottenham tapaði gegn Arsenal um síðustu helgi.

Tottenham mætir Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni á morgun og var Mourinho spurður spurninga á blaðamannafundi í dag. Til tals kom vítaspyrnar umdeilda sem Tottenham fékk á sig gegn Arsenal.

„Við spiluðum ekki vel, ég sagði það eftir leikinn. Ég er ekki tilbúinn að tala við ykkur fjölmiðlamenn meir um þennan leik því það eru þrír dagar síðan honum lauk og það eru 24 klukkustundir í annan mikilvægan leik," sagði Jose.

„Fyrri hálfleikurinn var slakur og í síðari hálfleik var dómgæslan slök. Ekki misskilja mig samt, Oliver er frábær dómari."

„Hann er góður dómari en hann er óheppinn með ákvarðanir í leikjum hjá mér. Ég hef ekkert á móti því að hann dæmi næsta leik hjá mér. Hann er einn besti dómari Evrópu."

Tottenham vann Dinamo Zagreb 2-0 í fyrri leik liðanna í London.
Athugasemdir
banner
banner
banner