Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. mars 2021 19:10
Aksentije Milisic
Rússland: CSKA tapaði mikilvægum toppslag gegn Zenit
Mynd: Getty Images
CSKA 2-3 Zenit
1-0 Jose Salomon Rondon ('28)
1-1 Artem Dzyuba ('32)
1-2 Wendel ('50)
1-3 Wendel ('77)
2-3 Nikola Vlasic ('90)
Rautt spjald: Ilzat Akhmetov

Það var stórleikur á dagskrá í rússnesku deildinni í kvöld en þá mættust CSKA Moskva og Zenit í toppbaráttuslag.

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA í leiknum og lék hann allan leikinn í kvöld. Arnór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum.

Heimamenn í CSKA byrjuðu betur og komust yfir með marki frá Jose Salomon Rondo. Gestirnir tóku hins vegar völdin eftir það og svöruðu með þremur mörkum og klúðruðu einni vítaspyrnu.

CSKA þurfti að spila manni færra stóran hluta síðari hálfleiks en tókst þrátt fyrir það að minnka muninn. Leiknum lauk með 2-3 sigri Zenit en liðið situr á toppnum og er nú með átta stiga forskot á CSKA sem er í þriðja sætinu.
Athugasemdir
banner
banner