Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir Man Utd á afmælisdaginn
Mynd: Manchester United
Gærdagurinn verður lengi í minni Harry Amass, leikmanns Man Utd, en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið á 18 ára afmælisdaginn sinn.

Amass hefur leikið með unglingaliði Man Utd á þessu tímabili en þessi ungi vinstri bakvörður gekk til liðs við félagið frá Watford árið 2023.

Hann kom inn á fyrir Alejandro Garnacho í gær og spilaði sem vinstri vængbakvörður.

„Þetta var mögnuð upplifun. Ég er bara stoltur og held að fjölskyldan sé stolt af mér, það voru allir að horfa á leikinn heima. Ég er þakklátur fyrir tækifærið og vonandi eru fleiri á leiðinni. Það féll allt fyrir mig á réttum degi, 18 ára afmæli, þetta er ekki slæmt er það?"

„Ég var mjög spenntur þegar ég komst að því að ég myndi spila. Ég var að hita upp og fékk merki og þá varð allt svo raunverulegt."

Hann lék alla leiki liðsins í æfingaferð í Ameríku síðasta sumar þar sem hann lagði upp mark á Amad Diallo.
Athugasemdir
banner
banner