Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 17. apríl 2021 12:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Hallbera fyrirliði í opnunarleiknum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það var Íslendingaslagur í opnunarleik sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Vaxjö tók á móti AIK.

Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði AIK og landsliðskonan reynda fékk fyrirliðabandið í sínum fyrsta deildarleik með félaginu.

Vaxjö klúðraði víti í fyrri hálfleiknum en þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tók AIK forystuna. Þær náðu ekki að halda henni því Vaxjö fékk aðra vítaspyrnu á 85. mínútu og í þetta skiptið nýttu þær hana.

Lokatölur 1-1, jafntefli niðurstaðan í opnunarleik sænsku úrvalsdeildarinnar.

Andrea Mist Pálsdóttir kom ekki við sögu hjá Vaxjö í þessum leik.
Athugasemdir
banner