Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mið 17. apríl 2024 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Úkraínski landsliðsmarkvörðurinn kom Real Madrid í undanúrslit
Andriy Lunin ver hér frá Bernardo Silva í vítakeppninni
Andriy Lunin ver hér frá Bernardo Silva í vítakeppninni
Mynd: Getty Images
Rodrygo skoraði eina mark Real Madrid í leiknum
Rodrygo skoraði eina mark Real Madrid í leiknum
Mynd: Getty Images
Leikmenn Manchester City eru úr leik
Leikmenn Manchester City eru úr leik
Mynd: Getty Images
Manchester City 1 - 1 Real Madrid (3-4 eftir vítakeppni)
0-1 Rodrygo ('12 )
1-1 Kevin De Bruyne ('76 )

Real Madrid er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið ríkjandi meistara Manchester City eftir vítakeppni á Etihad-leikvanginum. Úkraínski landsliðsmarkvörðurinn Andriy Lunin varði tvær spyrnur í vítakeppninni og kom sínum mönnum áfram.

Brasilíski sóknarmaðurinn Rodrygo gerði eina mark Real Madrid í leiknum. Vinicius Junior fékk boltann hægra megin í teignum, kom honum fyrir markið á Rodrygo sem lét vaða. Ederson varði fyrstu tilraun Rodrygo, sem fékk síðan annað tækifæri til að skora og klikkaði ekki í þetta sinn.

Erling Braut Haaland var nálægt því að svara sjö mínútum síðar er hann fékk boltann inn i teig. Hann reyndi skalla að marki en boltinn hafnaði í þverslá.

Heimamenn í Man City voru með völdin í seinni hálfleiknum og fyllilega verðskuldaði að gera jöfnunarmarkið á 76. mínútu.

Antonio Rüdiger ætlaði að hreinsa fyrirgjöf Jeremy Doku frá en kom honum ekki lengra en á Kevin de Bruyne sem setti boltann upp í þaknetið.

Man City leitaði að sigurmarkið á síðustu fimmtán mínútum leiksins og fékk De Bruyne bestu tækifærin, en brást bogalistin og setti meðal annars eitt dauðafæri vel yfir markið úr miðjum teignum.

Í framlengingunni komst Rüdiger næst því að landa sigrinum fyrir Real Madrid en hann setti boltann yfir af stuttu færi.

Vörn Madrídinga var vel skipulögð og á mikið lof skilið fyrir að halda sóknarmönnum Man City í skefjum. Á endanum þurftu liðin að sætta sig við að fara í lotterí, það er að segja vítaspyrnukeppni.

Úkraínski markvörðurinn Andriy Lunin var hetja Real Madrid þar og varði tvær vítaspyrnur. Ederson, sem varði eina spyrnu, var óvænt fimmti maður Man City á vítapunktinn og skoraði hann framhjá Lunin í markinu.

Það stuðaði ekki Madrídinga. Rüdiger var síðastur á punktinn og skoraði af miklu öryggi, Ríkjandi meistarar Man City eru úr leik þetta árið en Real Madrid mætir Bayern München í undanúrslitum.

Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Julian Alvarez skorar
1-0 Ederson ver frá Luka Modric
1-0 Lunin ver frá Bernardo Silva
1-1 Jude Bellingham skorar
1-1 Lunin ver frá Mateo Kovacic
1-2 Lucas Vazquez skorar
2-2 Phil Foden skorar
2-3 Nacho skorar
3-3 Ederson skorar
3-4 Antonio Rüdiger skorar
Athugasemdir
banner
banner
banner