Það komu fjórir Íslendingar við sögu í fyrstu leikjum dagsins í efstu deild danska boltans, þar sem Lyngby tók á móti Sönderjyske í fallbaráttunni.
Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby en tókst ekki að skora gegn Daníeli Leó Grétarssyni, Kristali Mána Ingasyni og félögum sem gáfu fá færi á sér. Sönderjyske var talsvert sterkara liðið og verðskuldaði tveggja marka sigur.
Lyngby er fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni eftir þetta tap, með 19 stig eftir 26 umferðir. Sönderjyske er með 26 stig eftir annan sigurinn sinn í röð og virðist Íslendingaliðið vera í góðri stöðu til að forðast fall. Það eru sex umferðir eftir af deildartímabilinu.
Það gekk ekki jafn vel hjá Mikael Neville Anderson sem var í byrjunarliði Århus á útivelli gegn Randers FC í efri hluta deildarinnar.
Randers nýtti færin sín betur í nokkuð jöfnum slag þar sem lokatölur urðu 3-1. Mikael lék fyrstu 74 mínútur leiksins en þetta tap þýðir að AGF er svo gott sem búið að missa af titilbaráttunni.
Liðið er þó enn í harðri baráttu um sæti í Sambandsdeildinni, með 40 stig eftir 26 umferðir. Randers er með 41 stig.
Lyngby 0 - 2 SonderjyskE
0-1 M Agger ('15)
0-2 L Qamili ('84, víti)
Randers 3 - 1 Aarhus
1-0 Simen Nordli ('30)
2-0 Wessel Dammers ('46)
3-0 Mohamed Toure ('55)
3-1 Patrick Mortensen ('87)
Athugasemdir