Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Elías og Rúnar báðir á bekknum í toppslag
Elías Rafn hefur setið á bekknum í síðustu tveimur leikjum Midtjylland
Elías Rafn hefur setið á bekknum í síðustu tveimur leikjum Midtjylland
Mynd: EPA
Midtjylland vann FCK, 4-2, í toppslag í meistarariðli dönsku úrvalsdeildarinnar í dag en það vakti sérstaka athygli að Elías Rafn Ólafsson og Rúnar Alex Rúnarsson voru báðir á bekknum.

Það var mun óvæntara að Elías Rafn hafi verið á bekknum en hann var gerður að aðalmarkverði Midtjylland fyrir tímabilið en hefur þurft að vera Jonasi Lössl til halds og trausts í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Rúnar Alex sneri á meðan aftur á bekkinn hjá FCK eftir að hafa verið utan hóps í síðustu fjórum leikjum liðsins.

Hann er ekki í myndinni hjá FCK og mun að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar.

Markvörðurinn hefur aðeins spilað einn leik á öllu tímabilinu, sem kom í 5-1 sigri á Magpies í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar og þá einn leik fyrir varalið FCK í 5-1 tapi gegn varaliði Bröndby í framtíðarbikarnum svokallaða.

Titilbaráttan í Danmörku verður æsispennandi fram að síðasta leik en Midtjylland komst á toppinn með sigrinum í dag og er nú með tveggja stiga forystu á FCK þegar sex umferðir eru eftir.

Frederik Schram stóð í marki Roskilde sem gerði 1-1 jafntefli við Köge í fallriðli B-deildarinnar. Roskilde er í neðsta sæti riðilsins með 16 stig og útlit fyrir að liðið spili í C-deildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner