Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 16:03
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Kári sló Fylki út - Leiknir tapaði í Keflavík
Mynd: Kári
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Það hófust fjórir leikir samtímis í Mjólkurbikar karla í dag þar sem Lengjudeildarlið Fylkis og Leiknis R. eru strax dottin úr leik.

Fylkir heimsótti Kára, sem leikur í 2. deild, og tók forystuna með afar klaufalegu sjálfsmarki snemma leiks en missti svo tvo leikmenn af velli með rauð spjöld.

Ragnar Bragi Sveinsson fékk beint rautt fyrir hættulega tæklingu á 33. mínútu, tæpum tíu mínútum áður en Eyþór Aron Wöhler fékk rautt fyrir að slá frá sér í átt að leikmanni Kára.

Níu Fylkismenn reyndu að halda út gegn Kára en tókst ekki. Hektor Bergmann Garðarsson, sonur Garðar Gunnlaugssonar, kom inn af bekknum á 62. mínútu og jafnaði fyrir Kára aðeins þremur mínútum síðar.

Þegar allt stefndi í framlengingu tókst heimamönnum að tryggja sér sigur með marki frá Þóri Llorens Þórðarsyni á 89. mínútu, áður en Guðmundur Tyrfingsson nældi sér í þriðja rauða spjald gestanna. Lokatölur 2-1 fyrir Kára sem fer í 16-liða úrslitin á meðan Fylkismenn snúa svekktir heim í Árbæinn.

Kári 2 - 1 Fylkir
0-1 Oskar Wasilewski ('20 , sjálfsmark)
1-1 Hektor Bergmann Garðarsson ('65)
2-1 Þór Llorens Þórðarson ('89)
Rautt spjald: Ragnar Bragi Sveinsson'33
Rautt spjald: Eyþór Aron Wöhler'45
Rautt spjald: Guðmundur Tyrfingsson'95

Lestu um leikinn



Í Reykjanesbæ skoraði Gabríel Aron Sævarsson eina mark leiksins er Keflavík sló Leikni úr bikarnum. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoraði Gabríel eftir sendingu frá Kára Sigfússyni.

Leiknismenn reyndu að svara fyrir sig en Keflvíkingar voru áfram sterkari aðilinn. Boltinn rataði þó ekki í netið og var staðan 1-0 í leikhlé.

Leiknir tók völdin í síðari hálfleik og hélt boltanum vel innan liðsins án þess að skapa sér góð færi. Keflvíkingar áttu tvær fínar skyndisóknir en hvorugu liði tókst að skora og urðu lokatölur 1-0 fyrir Keflavík.

Keflavík 1 - 0 Leiknir R.
1-0 Gabríel Aron Sævarsson ('23)

Lestu um leikinn



Afturelding og Víkingur Ólafsvík unnu að lokum stórsigra á heimavelli.

Afturelding rúllaði yfir Hött/Hugin í leik þar sem Cogic bræðurnir skoruðu sitthvort markið í fyrri hálfleik. Elmar Kári Enesson skoraði með góðu skoti á fjórtándu mínútu og lagði svo upp fyrir litla bróður sinn 20 mínútum síðar.

Elmar gaf aðra stoðsendingu í síðari hálfleik þegar Aron Elí Sævarsson innsiglaði sigur Mosfellinga, áður en Hrannar Snær Magnússon skoraði og lagði svo upp fyrir Arnór Gauta Ragnarsson í 5-0 sigri.

Afturelding 5 - 0 Höttur/Huginn
1-0 Elmar Kári Enesson Cogic ('14)
2-0 Enes Þór Enesson Cogic ('33)
3-0 Aron Elí Sævarsson ('55)
4-0 Hrannar Snær Magnússon ('69)
5-0 Arnór Gauti Ragnarsson ('73)

Lestu um leikinn



Ólafsvíkingar tóku á móti Úlfunum og lenti undir snemma leiks en voru ekki lengi að snúa leiknum sér í hag. Ingvar Freyr Þorsteinsson og Ingólfur Sigurðsson skoruðu sitthvora tvennuna í 7-1 sigri, þar sem staðan var 5-1 í leikhlé.

Víkingur Ó. 7 - 1 Úlfarnir
0-1 Kristján Ólafur Torfason ('8)
1-1 Ingvar Freyr Þorsteinsson ('12)
2-1 Kristófer Áki Hlinason ('13)
3-1 Ellert Gauti Heiðarsson ('19)
4-1 Björn Darri Ásmundsson ('21)
5-1 Ingvar Freyr Þorsteinsson ('40)
6-1 Ingólfur Sigurðsson ('65)
7-1 Ingólfur Sigurðsson ('85)

Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner