Leikið var í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar kvennamegin um helgina. Dagný Brynjarsdóttir og María Þórísdóttir voru í byrjunarliðum sinna liða.
Dagný lék fyrri hálfleikinn með West Ham í 5-1 tapi gegn Manhcester City. Staðan var 2-1 í hálfleik.
Dagný lék fyrri hálfleikinn með West Ham í 5-1 tapi gegn Manhcester City. Staðan var 2-1 í hálfleik.
María lék allan leikinn þegar Manchester United tapaði 2-3 gegn Leicester.
Birmingham, Brighton, Arsneal, Charlton, Manchester City, Leicester og Tottenham eru komin í 8-liða úrslit en Chelsea á eftir að mæta Everton í lokaleik sextán liða úrslitanna.
Chelsea gat ekki leikið í gær þar sem liðið mætti Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Ensku Ofurdeildinni lauk um síðustu helgi og endaði West Ham í 9. sæti deildarinnar og Manchester United í 4. sæti. Chelsea varð meistari.
Athugasemdir