Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   mán 17. maí 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristall um „dýfuna": Gaman að sjá að það megi grípa í öxlina á mönnum
Kristall fékk gult í kjölfarið.
Kristall fékk gult í kjölfarið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall og Viktor í baráttunni
Kristall og Viktor í baráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason fékk að líta gult spjald í fyrri hálfleik í leik Víkings og Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla í gær. Kristall féll í vítateig Blika og lyfti Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, upp gula spjaldinu í kjölfarið.

„Besti dómari landsins með frábæran leik. Vilhjálmur var með frábær tök á leiknum, stóru atvikin voru hárrétt t.d. þegar Kristall reynir að fiska víti en uppsker gult fyrir dýfu. Heilt yfir var Vilhjálmur bara geggjaður í þessum leik," skrifaði Arnar Laufdal Arnarsson í skýrsluna eftir leik. Vilhjálmur fékk 9 í dómaraeinkunn.

Atvikið gerðist á 19. mínútu leiksins: „Gult fyrir leikaraskap!! Kristall Máni kemst einn í gegn með Viktor Örn í bakinu og lætur sig detta í teignum þar sem Víkingar vildu fá víti! Vilhjálmur Alvar dæmir þetta frábærlega og réttilega gult spjald á Kristal!" skrifaði Arnar þá. Á sjónvarpsupptöku mátti sjá Viktor Örn Margeirsson, varnarmann Breiðabliks, grípa í öxl Kristals áður en Kristall féll í teignum.

Kristall Máni var tekinn af velli í leikhléi og var það vegna meiðsla samkvæmt textalýsingu Arnars.

Kristall tjáði sig um atvikið á Twitter í gærkvöldi. Eiður Ben Eiríksson vakti athygli á atvikinu og Kristall Máni svaraði Eiði.

„Kristall aldrei látið sig detta. Sérstök dómgæsla," skrifaði Eiður.

„Gaman að fá að sjá að það megi grípa í öxlina á mönnum," svaraði Kristall.

„Afhverju ætti leikmaður yfir höfuð að láta sig detta þegar hann er einn gegn markmanni? Varnarmaðurinn fyrir aftan ekki í neinni varnarstöðu. Lélegur leikskilningur hjá dómara leiksins.
En til lukku með punktana þrjá,"
svaraði svo Eiður í kjölfarið.

Víkingur vann leikinn 3-0 með mörkum frá Pablo Punyed, Júlíusi Magnússyni og Kwame Quee.


Athugasemdir
banner
banner