Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. maí 2022 17:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristall fær eins leiks bann - Rúnar fyrstur í fjögur spjöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag voru nokkrir leikmenn í Bestu deild karla úrskurðaðir í leikbann á fundi aga- og úrskurðarnefndar.

Kristall Máni Ingason, sem gaf Davíð Ingvarssyni olnbogaskot og fékk fyrir það beint rautt spjald, fær eins leiks bann fyrir sitt brot. Kristall missir af leik Víkings gegn Val á sunnudagskvöld.

Keflvíkingurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson er fyrsti leikmaður deildarinnar til þess að fá leikbann fyrir fjölda áminninga. Rúnar hefur fengið fjögur gul spjöld og verður í leikbanni þegar Keflavík mætir FH á sunnudag.

Atli Hrafn Andrason var þá úrskurðaður í eins leiks bann en hann tók það bann út á sunnudag. Atli fékk beint rautt spjald í leik ÍBV og KR í síðustu viku.

Þá fékk Fjölnir 20 þúsund króna sekt frá KSÍ vegna brottvísunar þjálfarans Úlfs Arnars Jökulssonar í leik Fjölnis gegn Þór á föstudagskvöld. Úlfur var úrskurðaður í eins leiks bann og verður ekki á hliðarlínunni þegar topplið Fjölnis mætir Fylki á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner