Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mán 17. júní 2024 12:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Estevao búinn í læknisskoðun hjá Chelsea
Mynd: EPA

Hinn 17 ára gamli Estevao Willian er einu skrefi nær því að verða leikmaður Chelsea en hann hefur staðist læknisskoðun hjá Lundúnarliðinu.


Estevao kemur til liðsins frá Palmeiras í Brasilíu en hann gengur formlega til liðs við Chelsea næsta sumar þegar hann hefur náð 18 ára aldri.

Chelsea borgar um 29 milljónir punda fyrir hann en kaupverðið gæti hækkað upp í allt að 51 milljón punda.

Estevao ere oftast kallaður Messinho eða litli Messi vegna sóknarhæfileika sinna. Hann hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum fyrir u17 ára landslið Brasilíu.


Athugasemdir
banner