Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 10:40
Elvar Geir Magnússon
„Fólk furðaði sig á því þegar ég tók við þessu starfi“
Domenico Tedesco er landsliðsþjálfari Belgíu.
Domenico Tedesco er landsliðsþjálfari Belgíu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Belgía hefur leik á EM í dag þegar liðið mætir Slóvakíu. Landsliðsþjálfari Belgíu er Domian Tedesco, sem er aðeins 38 ára gamall. Hann fæddist á Ítalíu en er með þýskan ríkisborgararétt.

Tedesco er beinskeyttur og vill spila góðan fótbolta. Hann stýrði áður Schalke, Spartak Moskvu og RB Leipzig og hefur ekki enn tapað leik sem landsliðsþjálfari Belgíu frá því hann tók við liðinu í fyrra.

„Það vakti upp spurningar þegar ég tók við belgíska liðinu. Fólk spurði mig af hverju ég væri að taka við landsliði þegar ég væri bara 37 ára? En ég sá svo marga kosti við það," segir Tedesco.

„Ég hafði verið stjóri í félagsliðafótbolta í sex ár og starfað hjá stórum félögum. Nú sem landsliðsþjálfari þá hef ég mikinn tíma til að hugsa um fótbolta. Ég hef tíma til að sjá önnur lið og aðra leikmenn."

„Milli landsliðsglugga get ég sem dæmi horft á Arsenal, því við erum með Leandro Trossard þar. Manchester City þar sem við erum með tvo leikmenn eða horft á Luton til að sjá markvörðinn okkar Thomas Kaminski."

„Það er frábær hluti af starfinu að spjalla við leikmenn. Það er mikilvægt fyrir mig að skilja hvernig þeir hugsa því öll erum við ólík. Ég er mjög hrifinn af þessari hlið starfsins."

„Stærsta áskorunin við landsliðsþjálfun er að þú ert með margar hugmyndir en hefur engan tíma til að æfa. Ég er með virkilega hæfileikaríkt lið en með mjög unga leikmenn í sumum stöðum. Við þurfum að finna rétta jafnvægið á EM."
Athugasemdir
banner
banner
banner