Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   mán 17. júní 2024 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Leikmenn Vals og Fram bestu kaupin - „Með hæstu einkunnina“
Jónatan Ingi Jónsson hefur leikið afskaplega vel fyrir Val.
Jónatan Ingi Jónsson hefur leikið afskaplega vel fyrir Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var rætt um bestu og verstu 'kaupin' fyrir þetta tímabil í Bestu deildinni.

Jónatan Ingi Jónsson, sem kom til Vals frá Sogndal, var ofarlega á blaði hjá sérfræðingunum Baldvini Borgarssyni og Sölva Haraldssyni.

„Ég var að skoða tölfræðina hjá honum, hann er með hæstu meðaleinkunnina á Fotmob, hann hefur skapað flestu færin í deildinni og er að rekja boltann oftast framhjá varnarmönnunum," segir Sölvi sem var með Jónatan númer tvö á sínum lista.

Á lista Baldvins var Jónatan hinsvegar númer eitt.

„Jónatan Ingi er búinn að vera jafnbesti leikmaður Vals á tímabilinu. Hann hefur stigið upp eftir að Gylfi og Aron duttu út. Hann á þetta virkilega vel skilið," segir Baldvin.

Miðvörðurinn Kyle McLagan sem Fram fékk aftur í sínar raðir frá Víkingi var hinsvegar efstur á listanum hjá Sölva.

Meðal annarra sem voru nefndir í umræðunni eru Haraldur Einar Ásgrímsson í Fram, Marko Vardic í ÍA, Þorri Stefán Þorbjörnsson í Fram, Kristinn Jónsson í Breiðablik og Gylfi Þór Sigurðsson í Val.
Útvarpsþátturinn - Bestu og verstu kaupin í Bestu, bikarinn og EM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner