Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 17:39
Ívan Guðjón Baldursson
Slóvakía komst yfir eftir mistök Doku og mark Lukaku dæmt ógilt
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Belgía og Slóvakía eigast við í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópumótsins þessa stundina og hefur leikurinn verið gríðarlega fjörugur.

Slóvakía tók forystuna snemma leiks og hafa Belgar vaðið í dauðafærum síðan án þess að takast að skora löglegt mark.

Slóvakar skoruðu eftir slæm mistök Jeremy Doku og fengu Belgar góð tækifæri til að jafna en tókst ekki.

Sjáðu markið

Romelu Lukaku setti boltann í netið á 56. mínútu en markið ekki dæmt gilt eftir nánari athugun í VAR herberginu.

Lukaku var mögulega millimeter fyrir innan boltann þegar hann fór af stað og því ekki dæmt mark. Mögulegt er að boltinn hefði ratað í netið án snertingar frá Lukaku, ef það er raunin þá kom framherjinn í veg fyrir jöfnunarmarkið með sinni snertingu.

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner