Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 17. júlí 2021 16:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Braithwaite eftirsóttur af enskum liðum
Martin Braithwaite framherji Barcelona og danska landsliðsins er sagður vera á óskalista nokkurra félaga á Englandi.

Það er talið að Barcelona hafi fengið tilboð frá West Ham, Wolves og Brighton.

Hann er sagður vera opinn fyrir því að fara frá Barcelona en hann gekk óvænt til liðsins árið 2018 þegar Barca var í miklum meiðslavandræðum.

Þessi þrítugi framherji var með danska landsliðinu á EM sem kom á óvart og fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið tapaði gegn Englandi.
Athugasemdir
banner
banner