Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 17. júlí 2022 23:45
Brynjar Ingi Erluson
Lögreglan fór mannavillt í Mílanó - Leitað á Bakayoko og byssu beint að bifreið hans
Tiémoué Bakayoko, leikmaður Milan, var tekinn af lögreglunni í misgripum fyrir annan mann í Mílanó-borg á Ítalíu í dag.

Bakayoko, sem er á láni hjá Milan frá Chelsea, var á ferð um Mílanó-borg er hann var stöðvaður af lögreglunni.

Leikmaninnum var skellt upp við bifreið lögreglunnar og síðan leitað á honum. Lögregluna beindi á meðan byssu inn í bifreið kappans.

Myndband er nú í dreifingu af atvikinu en þar sést þegar lögreglumennirnir átta sig á því að þeir hafi farið mannavillt.

Bakayoko, sem er að öllum líkindun að ganga í raðir Marseille á næstu dögum, hefur ekki verið skemmt yfir þessum mistökum lögreglunnar. Kerfisbundinn rasismi ríkir á Ítalíu sem í svo mörgum öðrum löndum. Bakayoko hefur ekkert tjáð sig um málið.


Athugasemdir
banner