Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 20:01
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikir: Bjarki Steinn og Elías Már á skotskónum
Bjarki Steinn skoraði í stórsigri
Bjarki Steinn skoraði í stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason og Elías Már Ómarsson voru báðir á skotskónum í dag en undirbúningstímabilið er komið á fullt í Evrópu.

Venezia kjöldró Real Vicenza, 7-0, í æfingaleik í dag. Mosfellingurinn Bjarki Steinn skoraði eitt af mörkum Venezia í leiknum.

Liðið er á fullu að undirbúa sig fyrir endurkomu sína í A-deildinni á Ítalíu.

Elías Már skoraði þá fyrsta mark NAC Breda í 3-0 sigri á Eindhoven FC.

Breda mun spila í hollensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner