Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 17. júlí 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal leiðir kappið um Mikel Merino
Mynd: EPA
Enskir og spænskir fjölmiðlar hafa verið að auka umfjöllun sína um Mikel Merino, miðjumann spænska landsliðsins sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Real Sociedad.

Arsenal er sagt leiða kapphlaupið um þennan 28 ára gamla leikmann sem býr yfir reynslu úr ensku úrvalsdeildinni eftir dvöl sína hjá Newcastle tímabilið 2017-18.

Hann hefur síðan þá verið lykilmaður í liði Real Sociedad og á hann 28 landsleiki að baki fyrir Spán.

Merino hóf ferilinn hjá Osasuna og kom við hjá Borussia Dortmund áður en hann skipti í enska boltann.

Sociedad vill fá um 25 milljónir evra fyrir Merino en Arsenal er ekki eina áhugasama félagið. Barcelona og Atlético Madrid hafa mikinn áhuga á miðjumanninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner