Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 10:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd hafnaði fyrsta tilboði frá Fulham
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Samkvæmt heimildum SkySports hafnaði Manchester United tilboði frá Fulham í Scott McTominay fyrr í þessum mánuði.

Það tilboð hljóðaði upp á 17 milljónir punda. Nú ræða menn hjá Fulham sín á milli hvort félagið eigi að bjóða aftur í skoska miðjumanninn.

Hann hefur verið aðalskotmarkið eftir að ljóst varð að Joao Palhinha færi til Bayern Munchen, en búið er að ganga frá þeim félagaskiptum.

McTominay er 27 ára og er í þokkalega stóru hlutverki hjá United og líklegt að Fulham þurfi að hækka sig umtalsvert til að krækja í kappann.

Fulham er einnig sagt horfa til Pierre Emile-Höjbjerg hjá Tottenham og Andre hjá Fluminense. Þá hefur félagið boðið í Emile Smith Rowe hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner