Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 16:10
Elvar Geir Magnússon
Olmo: Veit ekki hvort ég verði áfram í Þýskalandi
Olmo var ein af skærustu stjörnum Spánar á EM.
Olmo var ein af skærustu stjörnum Spánar á EM.
Mynd: EPA
Í leik með RB Leipzig.
Í leik með RB Leipzig.
Mynd: EPA
Evrópumeistarinn Dani Olmo, leikmaður Spánar, ýjar að því að hann gæti fært sig um set í sumar. Olmo var gjörsamlega geggjaður með Spánverjum á EM og er orðaður við Bayern München.

Olmo hefur nú tjáð sig um framtíð sína og segir ekki ljóst hvort hann verði áfram í þýska boltanum. Sagt er að Atletico Madrid hafi áhuga á að fá hann heim til Spánar.

60 milljóna evra riftunarákvæði í samningi hans verður virkt þar til um helgina.

„Sjáum hvað gerist, maður hefur verið að fagna þessum titli. Umboðsmenn mínir vita vel hver minn hugur er. Ég veit ekki hvort ég verði áfram í Þýskalandi. Bíðum og sjáum," segir hinn 26 ára gamli Olmo.

„Ég vil vera á stað þar sem ég er metinn af verðleikum og finn að ég er elskaður. Ég er með ýmsa möguleika. Sjáum hvað gerist. Ég vil fara í metnaðarfullt verkefni og ég vil vinna titla."

Auk Bayern og Atletico eru Barcelona, Manchester United, Manchester City og Liverpool öll sögð hafa sýnt Olmo áhuga og fróðlegt að sjá hvað gerist.
Athugasemdir