Þýska landsliðskonan Lena Oberdorf missir af stærstum hluta tímabilsins eftir að hafa slitið krossband í 4-0 sigrinum á Austurríki í undankeppni EM í gær.
Oberdorf, sem er 22 ára gömul, gekk á dögunum í raðir Bayern München frá Wolfsburg, en hún hefur verið ein af bestu miðjumönnum heims síðustu ár.
Hún meiddist illa á 70. mínútu gegn Austurríki í gær og hefur Bayern og þýska fótboltasambandið staðfest að hún hafi slitið krossband í hné.
Það er því ljóst að hún fer ekki með Þjóðverjum á Ólympíuleikana í París og mun missa af stórum hluta tímabilsins.
Íslensku landsliðskonurnar Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru báðar á mála hjá Bayern, en Karólína mun hins vegar vera áfram á láni hjá Bayer Leverkusen á næstu leiktíð. Cecilía mun þá eyða tímabilinu á láni hjá Inter á Ítalíu.
Athugasemdir