Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 17. júlí 2024 11:42
Elvar Geir Magnússon
West Ham búið að ná samkomulagi um Todibo
Mynd: Getty Images
West Ham hefur náð samkomulagi við franska félagið Nice um að fá varnarmanninn Jean-Clair Todibo. Þessi 24 ára miðvörður kæmi á láni út komandi tímabil og Hamrarnir fá svo klásúlu um að geta keypt hann fyrir um 27 milljónir punda.

BBC segir þó ekki alveg staðfest að Todibo fari til West Ham því ítalska stórliðið Juventus sé að skoða möguleika á að blanda sér í slaginn og krækja í leikmanninn.

Todibo var orðaður við Manchester United í sumar en þar sem Manchester United og Nice eru að hluta til í sömu eigi Sir Jim Ratcliffe og bæði í Evrópudeildinni þá lokuðu reglur UEFA á þann möguleika.

Todibo hefur verið hjá Nice síðan hann kom frá Barcelona 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner