Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 17. ágúst 2022 10:22
Elvar Geir Magnússon
Neville við Ronaldo: Stígðu fram núna og talaðu!
Ronaldo og Neville léku saman um tíma hjá Manchester United.
Ronaldo og Neville léku saman um tíma hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Gary Neville vill að Cristiano Ronaldo stígi samstundis fram og tjái sig um stöðu mála, í stað þess að bíða í tvær vikur eftir að félagaskiptaglugganum verður lokað.

Ronaldo hefur sagst ætla að 'segja sannleikann' í viðtali eftir nokkrar vikur.

Mikið hefur verið rætt og ritað um að hinn 37 ára gamli Ronaldo vilji yfirgefa Old Trafford og ganga í raðir félags sem býður upp á Meistaradeildarfótbolta.

„Af hverju þarf besti leikmaður sögunnar (að mínu mati) að bíða í tvær vikur með að segja stuðningsmönnum Manchester United sannleikann? Stígðu fram núna og talaðu," skrifar Neville. „Félagið er í krísu og þarf á leiðtogum að halda."

Neville, sem er fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að Ronaldo sjálfur sé sá eini sem geti þaggað niður í neikvæðri umræðu um sín mál.

Manchester United hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, gegn Brighton og Brentford.




Athugasemdir
banner
banner
banner