
Fanndís Friðriksdóttir átti öflugan leik í sókn íslenska kvennalandsliðsins sem vann 4-1 sigur gegn Slóvakíu í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld. Fanndís var ánægð með sigurinn en ekkert himinlifandi með frammistöðuna.
Lestu um leikinn: Ísland 4 - 1 Slóvakía
„Það er alltaf gott að fá sigur, en ekkert frábær fótboltaleikur, hann var svolítið kaflaskiptur. Við náðum ekki að halda skipulaginu okkar og duttum niður á þeirra level. Við hefðum oft getað gert mikið betur en við vorum ryðgaðar, langt síðan við hittumst síðast og svoleiðis," sagði Fanndís eftir leikinn.
„Við ræddum saman að það væri ekki nógu gott að detta niður á þeirra plan og við þyrftum að spíta í lófana hvað okkur varðar."
„Þetta var æfingaleikur til að ná okkur saman og við förum að skoða Hvít-Rússana á morgun. Það er það sem maður tekur jákvætt úr þessu að þetta var sigur."
Athugasemdir