Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. september 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Ansu Fati spila fyrir spænska landsliðið?
Sextán ára gamall gutti.
Sextán ára gamall gutti.
Mynd: Getty Images
Spænska knattspyrnusambandið vonast til þess að Ansu Fati, 16 ára gamall leikmaður Barcelona, ákveði að leika fyrir spænska landsliðið.

Fati hefur vakið mikla athygli í upphafi tímabils hjá Barcelona. Hann hefur stigið upp í fjarveru leikmanna eins og Luis Suarez, Lionel Messi og Ousmane Dembele.

Um síðustu helgi skoraði hann og lagði upp á fyrstu 10 mínútunum í 5-2 sigri gegn Valencia.

Fati er fæddur í Gínea-Bissá, en hann flutti til Spánar þegar hann var aðeins sex ára gamall. Vonast er til þess að hann leiki fyrir spænska landsliðið í framtíðinni og er knattspyrnusambandið þar í landi að vinna í þeim málum.

„Starfsfólkið hjá knattspyrnusambandinu er að vinna í þessu og það verður svo undir leikmanninum komið," sagði Roberto Moreno, landsliðsþjálfari Spánar, við Movistar.

Planið hjá Spáni er að hafa Fati inn í myndinni fyrir HM U17 sem fer fram í Brasilíu frá 26. október til 17. nóvember. Ef hann tæki þátt í því móti þá myndi hann missa af nokkrum leikjum hjá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner