Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 17. september 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Ansu Fati spila fyrir spænska landsliðið?
Spænska knattspyrnusambandið vonast til þess að Ansu Fati, 16 ára gamall leikmaður Barcelona, ákveði að leika fyrir spænska landsliðið.

Fati hefur vakið mikla athygli í upphafi tímabils hjá Barcelona. Hann hefur stigið upp í fjarveru leikmanna eins og Luis Suarez, Lionel Messi og Ousmane Dembele.

Um síðustu helgi skoraði hann og lagði upp á fyrstu 10 mínútunum í 5-2 sigri gegn Valencia.

Fati er fæddur í Gínea-Bissá, en hann flutti til Spánar þegar hann var aðeins sex ára gamall. Vonast er til þess að hann leiki fyrir spænska landsliðið í framtíðinni og er knattspyrnusambandið þar í landi að vinna í þeim málum.

„Starfsfólkið hjá knattspyrnusambandinu er að vinna í þessu og það verður svo undir leikmanninum komið," sagði Roberto Moreno, landsliðsþjálfari Spánar, við Movistar.

Planið hjá Spáni er að hafa Fati inn í myndinni fyrir HM U17 sem fer fram í Brasilíu frá 26. október til 17. nóvember. Ef hann tæki þátt í því móti þá myndi hann missa af nokkrum leikjum hjá Barcelona.
Athugasemdir