Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. september 2021 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Arteta bjartsýnn: Ég get séð ljósið
Mikel Arteta er búinn að sjá ljósið
Mikel Arteta er búinn að sjá ljósið
Mynd: EPA
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er afar bjartsýnn á framhaldið hjá félaginu og er viss um að betri tímar séu framundan en hann ræddi stöðuna á blaðamannafundi í gær.

Arsenal byrjaði tímabilið skelfilega og tapaði fyrstu þremur leikjum sínum.

Liðið vann fyrsta leik sinn síðustu helgi og hafði þar 1-0 sigur gegn nýliðum Norwich en Arteta segir þetta allt á réttri leið.

Arsenal mætir Burnley um helgina í fimmtu umferð deildarinnar.

„Ég get séð ljósið. Ég er að segja ykkur það að ég er jákvæður að eðlisfari. Ég hef séð ljósið og það eru björt ljós," sagði Arteta.

„Það eru oft hindranir á veginum innan ljóssins en ég get séð mikið af ljósi."

Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni eftir tapið gegn Manchester City þar sem liðið fékk á sig fimm mörk.

„Lífið býður oft upp á hluti og þú getur ekki stjórnað því. Það eru ákveðnir hlutir sem þú getur ekki stjórnað. Það sem kemur fyrir þig gerist af ástæðu. Stundum viljum við ekki sjá það en það er þarna af ástæðu og líklega eru réttar ástæður fyrir því."

„Þetta snýst allt um hvernig þú tekur þessu og hvernig þú bregst við. Allir hafa brugðist við þessu á sama hátt og ég hef brugðist við þessu. Þess vegna hefur þetta verið allt í lagi."

„Þetta er erfitt því þetta er vont og maður vill sjá eitthvað öðruvísi en hlutirnir eru ekki alltaf eins og maður vill hafa þá. Hlutir gerast af ástæðu og það sem hefur gerst fyrir okkur er eitthvað sem varð að gerast og kannski verður það mjög gott fyrir félagið og mig og alla sem fengu reynslu af þessari stöðu. Við verðum að trúa því,"
sagði Arteta sem var djúpur á fréttamannafundinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner