Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   fös 17. september 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía um helgina - Risaleikur í Tórínó
Juventus mætir Milan
Juventus mætir Milan
Mynd: EPA
Fjórða umferð ítölsku deildarinnar fer fram um helgina en Juventus og Milan eigast við á morgun í stórleik umferðarinnar.

Sassuolo og Torino mætast í fyrsta leik umferðarinnar í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18:45.

Á morgun eru þrír leikir á dagskrá. Genoa spilar við Fiorentina klukkan 13:00 áður en meistaralið Inter mætir Bologna. Franck Ribery og félagar hans í Salernitana spila þá Við Atalanta í kvöldleiknum.

Fimm leikir eru á sunnudag. Empoli og Sampdoria mætast í morgunleiknum, klukkan 10:30. Íslendingalið Venezia spilar við Speia klukkan 13:00.

Jose Mourinho og lærisveinar hans í Roma hafa unnið alla leiki sína á tímabilinu en liðið mætir Hellas Verona klukkan 16:00 og á sama tíma spilar Lazio við Hellas Verona.

Lokaleikur sunnudagsins er svo stórleikur Juventus og MIlan. Juve hefur ekki unnið leik á tímabilinu á meðan Milan hefur unnið alla sína leiki.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
18:45 Sassuolo - Torino

Laugardagur:
13:00 Genoa - Fiorentina
16:00 Inter - Bologna
18:45 Salernitana - Atalanta

Sunnudagur:
10:30 Empoli - Sampdoria
13:00 Venezia - Spezia
16:00 Verona - Roma
16:00 Lazio - Cagliari
18:45 Juventus - Milan
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
10 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
11 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
12 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
16 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
17 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner